Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2023 16:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið iðin við að stefna fólki sem úthúðar henni. Drew Angerer/Getty Images Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi. Ítalía Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi.
Ítalía Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira