Góða skemmtun gera skal Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:00 Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar