Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 10:41 Kínversk stjórnvöld leggja síaukna áherslu á að draga úr meintri netfíkn barna sem er sögð vera umtalsvert vandamál. Ap/Ng Han Guan Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga. Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum.
Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira