Bjartsýnn fyrir hönd sinna gömlu félaga: „Hefur verið svolítil rússíbanareið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 10:00 Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sautján mörk í Bestu deild kvenna í fyrra. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson hefur fylgst grannt með gangi mála hjá sínum gömlu félögum í KA í sumar og er bjartsýnn á að þeir komist í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira