Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 07:44 Lítið sem ekkert hefur sést til eldgossins við Litla hrút á vefmyndavélum í nótt vegna mikillar þoku. Vísir/Vilhelm Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira