Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 22:11 Anton Ari fór illa af ráði sínu á upphafssekúndum leiksins Vísir/Hulda Margrét Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira