Fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 18:42 Dómur í málinu verður kveðinn upp í september. Lögreglan á Skotlandi Connor Gibson, tuttugu ára gamall skoskur karlmaður, hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á sextán ára systur sinni. Brotin voru framin í Hamilton í Skotlandi í nóvember árið 2021. Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu. Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu.
Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira