Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2023 20:06 Guðrún og Sveinn Óðinn að gera sig klár að fara á rúntinn með Storm Snæ, mótorhjólahundinn sinn, sem er átta mánaða gamall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær. Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær.
Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira