„Alltaf gaman að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 24. júlí 2023 22:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis í Bestu deild karla í knattspyrnu, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-2 sigur sinna manna á lokamínútum leiksins í Kaplakrika gegn FH. Fylkir komst í 0-2 í leiknum en FH jafnaði leikinn í síðari hálfleik og voru talsvert líklegri en Fylkir til að skora sigurmark. Gestirnir sneru leiknum þó sér í vil í uppbótatíma og tókst að skora tvö mörk. Fyrsti sigur Fylkis síðan 28. maí. „Þetta var dálítið skemmtilegt. Skemmtilegur leikur heilt yfir fannst mér. Það lá svolítið á okkur hérna í lokin og við vörðumst vel og fengu fullt af hornspyrnum FH-ingarnir og Óli (markvörður Fylkis) varði einu sinni frábærlega. Við refsuðum þeim eins og lið hafa refsað okkur á lokamínútunum í sumar. Við áttum þetta svo sannarlega skilið og höfðum mikið fyrir þessu,“ sagði Rúnar Páll. Rúnari Páli fannst þeir leikmenn sem komu inn á fyrir liðið standa sig frábærlega líkt og þeir leikmenn sem fyrir voru inn á vellinum. „Nikulás fer út af meiddur í hálfleik og hann hafði verið okkar besti maður í fyrri hálfleik. Hrikalega duglegur á miðjunni og góður í pressunni. Það var vont að missa hann út. Óli kemur inn á miðjuna sem er ekki beint hans staða en leysti það ágætlega og gerði bara vel. Ómar kemur inn í lokin og við vissum það að hann hefur gífurlegan hraða og kraft og hann gerði bara vel í þessum tveimur lokamörkum. Bara frábærlega gert hjá honum og liðinu öllu.“ Fylkir fer nú í tveggja vikna pásu fram yfir Verslunarmannahelgi. „Nú erum við að fara í tveggja vikna pásu og næsti leikur 8. ágúst gegn Fram og það var hrikalega sætt að fá þennan sigur fyrir smá frí sem við erum að fara í núna. Bara kærkomið að lyfta okkur aðeins upp stigatöluna,“ sagði Rúnar Páll og bætti við. „Þetta er svo gaman. Gaman alltaf að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Fylkir komst í 0-2 í leiknum en FH jafnaði leikinn í síðari hálfleik og voru talsvert líklegri en Fylkir til að skora sigurmark. Gestirnir sneru leiknum þó sér í vil í uppbótatíma og tókst að skora tvö mörk. Fyrsti sigur Fylkis síðan 28. maí. „Þetta var dálítið skemmtilegt. Skemmtilegur leikur heilt yfir fannst mér. Það lá svolítið á okkur hérna í lokin og við vörðumst vel og fengu fullt af hornspyrnum FH-ingarnir og Óli (markvörður Fylkis) varði einu sinni frábærlega. Við refsuðum þeim eins og lið hafa refsað okkur á lokamínútunum í sumar. Við áttum þetta svo sannarlega skilið og höfðum mikið fyrir þessu,“ sagði Rúnar Páll. Rúnari Páli fannst þeir leikmenn sem komu inn á fyrir liðið standa sig frábærlega líkt og þeir leikmenn sem fyrir voru inn á vellinum. „Nikulás fer út af meiddur í hálfleik og hann hafði verið okkar besti maður í fyrri hálfleik. Hrikalega duglegur á miðjunni og góður í pressunni. Það var vont að missa hann út. Óli kemur inn á miðjuna sem er ekki beint hans staða en leysti það ágætlega og gerði bara vel. Ómar kemur inn í lokin og við vissum það að hann hefur gífurlegan hraða og kraft og hann gerði bara vel í þessum tveimur lokamörkum. Bara frábærlega gert hjá honum og liðinu öllu.“ Fylkir fer nú í tveggja vikna pásu fram yfir Verslunarmannahelgi. „Nú erum við að fara í tveggja vikna pásu og næsti leikur 8. ágúst gegn Fram og það var hrikalega sætt að fá þennan sigur fyrir smá frí sem við erum að fara í núna. Bara kærkomið að lyfta okkur aðeins upp stigatöluna,“ sagði Rúnar Páll og bætti við. „Þetta er svo gaman. Gaman alltaf að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira