Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 13:19 Vilhjálmur gagnrýnir starfslokasamning Birnu Einarsdóttur harðlega en Birna fær 56,6 milljónir fyrir að láta af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás. „Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
„Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira