„Vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik" Ásgeir Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2023 22:45 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut gegn Fram. Valur komst snemma yfir og bar mikla yfirburði í upphafi en spilamennskan dalaði svo töluvert í seinni hálfleiknum, þeim tókst þó að halda þetta út og klára leikinn 1-0. Valsmenn koma sér með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. „Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira