Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júlí 2023 09:46 Veggur gígsins hrundi með miklum tilþrifum og gusaðist glóandi hraunið út. Rúv Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47