Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júlí 2023 09:46 Veggur gígsins hrundi með miklum tilþrifum og gusaðist glóandi hraunið út. Rúv Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47