Hitinn óbærilegur á gönguleiðinni hjá Sturlu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2023 21:00 Kona á gangi á Spáni þar sem hitinn hefur verið í kringum 40 stig, rétt eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. EPA-EFE/VICTOR CASADO Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni. Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“ Spánn Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð „Það er nóg eftir af sumrinu“ Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“
Spánn Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð „Það er nóg eftir af sumrinu“ Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira