Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum 16. júlí 2023 07:00 Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Þarna er því um að ræða skýrt dæmi um svokallaða ,,gullhúðun“ við innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Með því er átt við tilvik þar sem stjórnvöld einstakra ríkja herða á íþyngjandi EES-gerðum til að ná fram sérstökum markmiðum á heimavelli eða „lauma“ heimasmíðuðum ákvæðum inn í innleiðingarfrumvörp. Athygli var m.a. vakin á þessari tilhneigingu í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kom út í september 2019. Á liðnum þingvetri óskaði ég, ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytti Alþingi skýrslu óháðra sérfræðinga um innleiðingu EES-gerða. Beiðnin var samþykkt á þinginu. Meðal annars óskuðum við eftir að umfjöllun um hvort gengið hefði verið lengra en þörf var á innleiðingu EES-gerða. Ráðuneytið varð fyrir valinu þar sem heppilegt er að framkvæmdin sé skoðuð á einu sviði til að byrja með. Að auki höfðu mér borist ábendingar um að þar væri að finna ýmis dæmi um að of langt væri gengið. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili umræddri skýrslu á næsta þingvetri. Þrátt fyrir að stjórnvöld og Alþingi leggi áherslu á að innleiðing íþyngjandi EES-gerða gangi ekki lengra en gerðirnar sjálfar krefjast gagnvart borgurunum, vitum við að víða er pottur brotinn. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýnir þetta og greining Viðskiptaráðs sömuleiðis. „Gullhúðun“ er mjög ámælisverð. Hún er til þess fallin að villa um fyrir þinginu. Vilji einstök ráðuneyti gera breytingar á lögum samhliða innleiðingu er lágmarkskrafa að það komi skýrt fram í umræddum lagafrumvörpum. Það er ljóst að þingið þarf að bregðast við þessum ábendingum og létta álögum af íslenskum fyrirtækjum svo þau sitji í það minnsta við sama borð og evrópskir keppinautar þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Þarna er því um að ræða skýrt dæmi um svokallaða ,,gullhúðun“ við innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Með því er átt við tilvik þar sem stjórnvöld einstakra ríkja herða á íþyngjandi EES-gerðum til að ná fram sérstökum markmiðum á heimavelli eða „lauma“ heimasmíðuðum ákvæðum inn í innleiðingarfrumvörp. Athygli var m.a. vakin á þessari tilhneigingu í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kom út í september 2019. Á liðnum þingvetri óskaði ég, ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytti Alþingi skýrslu óháðra sérfræðinga um innleiðingu EES-gerða. Beiðnin var samþykkt á þinginu. Meðal annars óskuðum við eftir að umfjöllun um hvort gengið hefði verið lengra en þörf var á innleiðingu EES-gerða. Ráðuneytið varð fyrir valinu þar sem heppilegt er að framkvæmdin sé skoðuð á einu sviði til að byrja með. Að auki höfðu mér borist ábendingar um að þar væri að finna ýmis dæmi um að of langt væri gengið. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili umræddri skýrslu á næsta þingvetri. Þrátt fyrir að stjórnvöld og Alþingi leggi áherslu á að innleiðing íþyngjandi EES-gerða gangi ekki lengra en gerðirnar sjálfar krefjast gagnvart borgurunum, vitum við að víða er pottur brotinn. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýnir þetta og greining Viðskiptaráðs sömuleiðis. „Gullhúðun“ er mjög ámælisverð. Hún er til þess fallin að villa um fyrir þinginu. Vilji einstök ráðuneyti gera breytingar á lögum samhliða innleiðingu er lágmarkskrafa að það komi skýrt fram í umræddum lagafrumvörpum. Það er ljóst að þingið þarf að bregðast við þessum ábendingum og létta álögum af íslenskum fyrirtækjum svo þau sitji í það minnsta við sama borð og evrópskir keppinautar þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar