Meintar mútur komi ekki á óvart: „Fá alltaf greitt með peningum í umslagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2023 18:46 Halldór Jóhann segir meint mútumál ekki koma á óvart. Vísir/Sigurjón Heimildaþættir dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 hafa undið ofan af meintri spillingu innan handboltaheimsins. Íslenskur þjálfari í dönsku deildinni segir spillingarsögur hafa loðað við ákveðna aðila um hríð og að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, bjóði hættunni heim með því að greiða dómurum laun í reiðufé. Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira