KA-menn enn taplausir á heimavelli í Evrópukeppni eftir 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:01 KA menn fagna marki Daníels Hafsteinssonar, bæði á vellinum sem og í stúkunni. Vísir/Diego KA-menn spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeir hafa enn ekki tapað Evrópuleik á Íslandi. KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira
KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira