KA-menn enn taplausir á heimavelli í Evrópukeppni eftir 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:01 KA menn fagna marki Daníels Hafsteinssonar, bæði á vellinum sem og í stúkunni. Vísir/Diego KA-menn spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeir hafa enn ekki tapað Evrópuleik á Íslandi. KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira