Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 08:34 Borið hefur á því að fólk fari alltof nálægt og jafnvel upp á nýja hraunið. Vísir/RAX „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira