Vaktin: Allt sem þú þarft að vita á þriðja degi eldgoss Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 12. júlí 2023 06:48 Eldgosið úr fjarska. Vísir/Vilhelm Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Litla-Hrút í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingur segir „malla“ í gígnum sem hefur verið að myndast og hraun dreifist út frá honum. Nokkuð hefur verið um gaslosun en gasmagn hefur ekki mælst yfir hættumörkum í byggð. Fyrir hádegi spáir norðan átt en síðan á að snúast í norðaustan með kvöldinu, þannig að gasmengunin mun áfram berast til suðurs. Þetta þýðir að það kann að blása í áttina að þeim sem leggja leið sína að gosstöðvunum. Fólk hefur ítrekað verið hvatt til að fara varlega en virðist taka leiðbeiningunum misalvarlega. „Fólk er að fara upp á nýja hraunið og ansi nálægt gígnum, sem er stórhættulegt,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur. Fólk þurfi að fara varlega við hraunið og einnig að passa sig á því að hafa vindinn í bakið. Hulda segir enn vart við nokkra sjálftavirkni og ljóst sé að spenna sé á svæðinu. Skjálftarnir í nótt virðist þó ekki hafa fundist í byggð, að minnsta kosti bárust engar tilkynningar þess efnis.
Nokkuð hefur verið um gaslosun en gasmagn hefur ekki mælst yfir hættumörkum í byggð. Fyrir hádegi spáir norðan átt en síðan á að snúast í norðaustan með kvöldinu, þannig að gasmengunin mun áfram berast til suðurs. Þetta þýðir að það kann að blása í áttina að þeim sem leggja leið sína að gosstöðvunum. Fólk hefur ítrekað verið hvatt til að fara varlega en virðist taka leiðbeiningunum misalvarlega. „Fólk er að fara upp á nýja hraunið og ansi nálægt gígnum, sem er stórhættulegt,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur. Fólk þurfi að fara varlega við hraunið og einnig að passa sig á því að hafa vindinn í bakið. Hulda segir enn vart við nokkra sjálftavirkni og ljóst sé að spenna sé á svæðinu. Skjálftarnir í nótt virðist þó ekki hafa fundist í byggð, að minnsta kosti bárust engar tilkynningar þess efnis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira