Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 11:35 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. „Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
„Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira