Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 08:01 Bruce Mwape hefur stýrt Sambíu frá árinu 2018. Tim Clayton/Getty Images Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira