Ríkisstjórn Hollands sprungin Máni Snær Þorláksson skrifar 7. júlí 2023 22:41 Mark Rutte á blaðamannafundinum í kvöld. Þar tilkynnti hann að ríkisstjórn Hollands væri sprungin. EPA/PHIL NIJHUIS Ríkisstjórn Hollands er sprungin vegna ósættis stjórnarflokkana um innflytjendamál. Ríkisstjórnin hefur verið ósammála um hvernig hún eigi að snúa sér í málaflokknum í nokkurn tíma en um eitt og hálft ár er síðan hún tók til starfa. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, staðfesti á blaðamannafundi í kvöld að ríkisstjórnin væri fallin. Hann sagðist ætla að segja af sér á morgun. Þó sagði hann að ráðherrar muni sinna sínum embættum fram að næstu kosningum sem talið er að haldnar verði í nóvember á þessu ári. Í umfjöllun BBC um stjórnarslitin kemur fram að VVD, stjórnmálaflokkur Rutte, hafi reynt að takmarka það hversu margir hælisleitendur koma til landsins. Umsóknir um vernd hafi aukist um þriðjung á síðasta ári og voru þá 47 þúsund talsins. Talið er að umsóknirnar verði 70 þúsund í ár. Rutte vildi takmarka það hversu margir ættingjar hælisleitenda í Hollandi geti fengið hæli þar í landi. Um er að ræða hælisleitendur sem flúið hafa stríð. Rutte vildi að ekki yrði fleirum en tvöhundruð hleypt inn í landið í hverjum mánuði. Aðrir ríkisstjórnarflokkar voru virkilega ósammála þessu og ekki tókst að finna lausn sem allir flokkarnir gátu sætt sig við. „Þessi ákvörðun var mjög erfið,“ sagði Rutte er hann tilkynnti um stjórnarslitin. Flokkarnir hafi farið langt til að finna lausn en allt hafi komið fyrir ekki. Holland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, staðfesti á blaðamannafundi í kvöld að ríkisstjórnin væri fallin. Hann sagðist ætla að segja af sér á morgun. Þó sagði hann að ráðherrar muni sinna sínum embættum fram að næstu kosningum sem talið er að haldnar verði í nóvember á þessu ári. Í umfjöllun BBC um stjórnarslitin kemur fram að VVD, stjórnmálaflokkur Rutte, hafi reynt að takmarka það hversu margir hælisleitendur koma til landsins. Umsóknir um vernd hafi aukist um þriðjung á síðasta ári og voru þá 47 þúsund talsins. Talið er að umsóknirnar verði 70 þúsund í ár. Rutte vildi takmarka það hversu margir ættingjar hælisleitenda í Hollandi geti fengið hæli þar í landi. Um er að ræða hælisleitendur sem flúið hafa stríð. Rutte vildi að ekki yrði fleirum en tvöhundruð hleypt inn í landið í hverjum mánuði. Aðrir ríkisstjórnarflokkar voru virkilega ósammála þessu og ekki tókst að finna lausn sem allir flokkarnir gátu sætt sig við. „Þessi ákvörðun var mjög erfið,“ sagði Rutte er hann tilkynnti um stjórnarslitin. Flokkarnir hafi farið langt til að finna lausn en allt hafi komið fyrir ekki.
Holland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira