Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2023 19:21 Bíll árásarmannsins í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01