Ólafur Stefáns er fimmtugur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 09:30 Ólafur Stefánsson átti langan og sigursælan feril inn á handboltavellinum. Getty/Jan Christensen/ Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson fæddist 3. júlí 1973 og heldur því upp á fimmtugsafmælið sitt í dag. Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira