„Við erum allir í skýjunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 16:00 Brynjar Vignir var góður í marki Íslands í dag. IHF Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira