Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2023 07:57 Nýjasta uppstilling ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, ásamt forseta Íslands, við Jóhann landlausa á dögunum. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði