„Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir fimmtíu samningar náist. Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir fjölmarga fatlaða einstaklinga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf. Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira