Borist ábendingar um tugmilljóna króna svik vegna innflutnings á húsum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 10:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hvetur neytendur til að tilkynna slík mál til lögreglu. Mikilvægt sé að vera á varðbergi. Vísir/Sigurjón Neytendasamtökunum hefur borist ábending um að tugir milljóna hafi verið sviknar út úr sextán manns af íslenskum aðila sem gefur sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu. Formaður Neytendasamtakanna segir samtökin hafi fengið ábendingu um málið en geti lítið gert í slíkum málum annað en að vísa þeim til lögreglu. Norðlenski fréttavefurinn Trölli gerir málinu skil og ræðir við Árna Björn Björnsson íbúa á Sauðárkróki sem er einn þeirra sem pantaði hús hjá viðkomandi aðila. Hann átti að fá húsið afhent í desember en hefur ekkert hús fengið. Kemur fram á Trölla.is að söluaðilinn beri fyrir sig afsakanir og skýringar sem ekki hafi staðist. Þannig hafi félagi Árna Björns úr Skagafirði lagt land undir fót í Lettlandi til þess að skoða húsið sem pantað var í verksmiðjunni. Ekkert hús var þar í smíðum. Þá segir Árni að hann hafi haft afspurn af fimmtán manns sem séu í sömu stöðu og hann sem ekki hafa fengið hús sitt afhent. Um sé að ræða vanskil upp á 88 milljónir króna hið minnsta. Árni varar sjálfur við svikastarfseminni á Facebook og birtir lista yfir Facebook síður þar sem boðið er upp á að kaupa slík hús. Ein þeirra er merkt Smart modular Ísland og er Klettatröð 2 í Keflavík gefið upp sem heimilisfang og íslenskt símanúmer fylgir. Vísir hringdi í númerið fyrir klukkan 10:00 í morgun og fékk fyrst upp að um timbursölu væri að ræða sem myndi opna klukkan 10:00. Eftir klukkan 10:00 eru hringjendur látnir vita að slökkt sé á símanum. Neytendasamtökin muni fylgjast með Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, staðfestir í samtali við Vísi að samtökin hafi fengið ábendingu vegna málsins í síðustu viku. „Það er ekkert í rauninni sem við getum gert í svona málum nema vísa þeim til lögreglunnar. Þetta lítur út fyrir að vera svikamál af fréttaflutningi að dæma.“ Hann segir að miðað við fréttaflutning af málinu líti út fyrir að um sé að ræða stórfellda svikastarfsemi. „Miðað við það að viðkomandi hefur kannað þetta hjá framleiðandanum úti sem ekkert hefur kannast við, að þá virðist þetta vera stóralvarlegt mál og í rauninni bara lögreglumál. Breki segir fólk sem lendi í slíkum svikum vera í gríðarlega erfiðri stöðu. Mikilvægt sé að hafa samband við lögreglu. Hann segir Neytendasamtökin muni fylgjast áfram með málinu. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á en fyrir fram er gott að líta til sögu fyrirtækjanna, þar sem orðspor skiptir gríðarlegu máli og fá staðfestingu á því að fyrirtækið sé raunverulega í viðskiptum við erlendan aðila líkt og það fullyrðir, af því að þarna eru náttúrulega um svakalegar upphæðir að ræða.“ Breki tekur fram að allir séu þannig úr garði gerðir að þeir vilji treysta fólki. Því miður séu ýmsir óprúttnir aðilar sem geri út á slíkt traust. „Og þess vegna þurfum við að fara varlega og staðfesta fyrirfram áður en við greiðum fyrir vörur, að það sé raunverulegt viðskiptasamband milli meints umboðsaðila hér og fyrirtækisins erlendis sem framleiðir húsin.“ Neytendur Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Norðlenski fréttavefurinn Trölli gerir málinu skil og ræðir við Árna Björn Björnsson íbúa á Sauðárkróki sem er einn þeirra sem pantaði hús hjá viðkomandi aðila. Hann átti að fá húsið afhent í desember en hefur ekkert hús fengið. Kemur fram á Trölla.is að söluaðilinn beri fyrir sig afsakanir og skýringar sem ekki hafi staðist. Þannig hafi félagi Árna Björns úr Skagafirði lagt land undir fót í Lettlandi til þess að skoða húsið sem pantað var í verksmiðjunni. Ekkert hús var þar í smíðum. Þá segir Árni að hann hafi haft afspurn af fimmtán manns sem séu í sömu stöðu og hann sem ekki hafa fengið hús sitt afhent. Um sé að ræða vanskil upp á 88 milljónir króna hið minnsta. Árni varar sjálfur við svikastarfseminni á Facebook og birtir lista yfir Facebook síður þar sem boðið er upp á að kaupa slík hús. Ein þeirra er merkt Smart modular Ísland og er Klettatröð 2 í Keflavík gefið upp sem heimilisfang og íslenskt símanúmer fylgir. Vísir hringdi í númerið fyrir klukkan 10:00 í morgun og fékk fyrst upp að um timbursölu væri að ræða sem myndi opna klukkan 10:00. Eftir klukkan 10:00 eru hringjendur látnir vita að slökkt sé á símanum. Neytendasamtökin muni fylgjast með Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, staðfestir í samtali við Vísi að samtökin hafi fengið ábendingu vegna málsins í síðustu viku. „Það er ekkert í rauninni sem við getum gert í svona málum nema vísa þeim til lögreglunnar. Þetta lítur út fyrir að vera svikamál af fréttaflutningi að dæma.“ Hann segir að miðað við fréttaflutning af málinu líti út fyrir að um sé að ræða stórfellda svikastarfsemi. „Miðað við það að viðkomandi hefur kannað þetta hjá framleiðandanum úti sem ekkert hefur kannast við, að þá virðist þetta vera stóralvarlegt mál og í rauninni bara lögreglumál. Breki segir fólk sem lendi í slíkum svikum vera í gríðarlega erfiðri stöðu. Mikilvægt sé að hafa samband við lögreglu. Hann segir Neytendasamtökin muni fylgjast áfram með málinu. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á en fyrir fram er gott að líta til sögu fyrirtækjanna, þar sem orðspor skiptir gríðarlegu máli og fá staðfestingu á því að fyrirtækið sé raunverulega í viðskiptum við erlendan aðila líkt og það fullyrðir, af því að þarna eru náttúrulega um svakalegar upphæðir að ræða.“ Breki tekur fram að allir séu þannig úr garði gerðir að þeir vilji treysta fólki. Því miður séu ýmsir óprúttnir aðilar sem geri út á slíkt traust. „Og þess vegna þurfum við að fara varlega og staðfesta fyrirfram áður en við greiðum fyrir vörur, að það sé raunverulegt viðskiptasamband milli meints umboðsaðila hér og fyrirtækisins erlendis sem framleiðir húsin.“
Neytendur Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira