Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:01 Íslenska liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með sigri á Portúgal í dag. IHF/Jozo Cabraja Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira