Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 14:34 Nefndin spurði fulltrúa Seðlabankans spjörunum úr. Vísir/Vilhelm Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira