Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 16:43 Gísli Matthías ásamt forsætisráðherrunum um helgina. Facebook Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“ Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“
Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís
Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein