Vilja byggja liðið í kringum unga og hungraða leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2023 23:31 Enzo Fernández er einn þeirra leikmanna sem Chelsea vill byggja í kringum. Robin Jones/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur undanfarnar vikur losað hvern leikmanninn á fætur öðrum. Virðist skipta litlu máli hvert þeir fara og í sumum tilvikum fá þeir jafnvel að fara frítt. Stóra spurningin er af hverju og hvað er Chelsea að pæla? Vísir greindi nýverið frá umræðunni í kringum Sádi-Arabíu og Chelsea en sem stendur virðist það vinsælasti áfangastaður þeirra leikmanna sem félagið vill losna við. Aðrir eru svo á leiðinni til Arsenal, Manchester City og Inter Mílanó. Það er vitað að Chelsea þurfti að losa leikmenn fyrir 30. júní til að lenda ekki í vandræðum með reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (FFP). Það kom samt sem áður á óvart að sjá félagið losa jafn marga leikmenn og raun ber vitni. Að því sögðu þá virðist ákveðin hugmyndafræði að baki ákvörðun félagsins. Eftir að sjá leikmenn svo gott sem leggja árar í bát á síðustu leiktíð þá var vitað að það þyrfti að taka til og sparka í rassinn á mönnum. Mauricio Pochettino var ráðinn til félagsins í þeirri von um að hann geti lyft félaginu á þann stall sem það vill vera. Pochettino mun stýra Chelsea á næstu leiktíð.David Ramos/Getty Images Eftir að hafa þurft að glíma við þreyttur ofurstjörnur í París þá vill Pochettino fara aftur í þau gildi sem gerðu hann að einum mest spennandi stjóra Evrópu þegar hann var með Southampton og síðar Tottenham Hotspur. Pochettino vill ungan, hungraðan og drifinn leikmannahóp. Þeir leikmenn sem Chelsea er að losa eru að undanskildum Kai Havertz allir nær þrítugu en tvítugu ásamt því að þeir eru allir á himináum launum. Segja má að núverandi hugmyndafræði hafi byrjað í janúar á þessu ári þegar hinn 31 árs gamli Jorginho var seldur til Arsenal. Þeirri hugmyndafræði hefur verið fylgt eftir í sumar með því að selja Mateo Kovačić (29 ára) og leyfa bæði N‘Golo Kante (32 ára) ásamt fyrirliðanum César Azpilicueta (33 ára) að fara frítt. Hakim Ziyech (30 ára), Édouard Mendy (31 árs) og Kalidou Koulibaly (32 ára) eru allir á leið frá félaginu ásamt því að Romelu Lukaku (30 ára) og Pierre-Emerick Aubameyang (34 ára) eiga ekki mikla framtíð fyrir sér. Hvað Havertz – sem er á leið til Arsenal - varðar þá er hann talinn vera með 300 þúsund pund (52 milljónir íslenskra króna) í vikulaun og því til sölu fyrir rétt verð. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic (24 ára) er einnig á himinháum launum ásamt því að hafa ekki staðið undir væntingum svo hann er sömuleiðis til sölu. Chelsea are doing some good transfer business and should be acknowledged for it.Here's why... @SJohnsonSport https://t.co/brkxkPN559— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 25, 2023 Markmið Chelsea er sum sé að byggja liðið upp á ungum leikmönnum sem vilja enn sanna sig. Í grein The Athletic um málið eru þeir Enzo Fernández og Mykhailo Mudryk nefndir til sögunnar en þó þeir hafi kostað drjúgan skilding eru þeir aðeins með einn þriðja af vikulaunum Havertz. Þetta útskýrir einnig af hverju félagið hefur ekki samþykkt tilboð Manchester United í Mason Mount en sá er aðeins 24 ára gamall og ekki á sama samning og Havertz. Það breytir því ekki að ef Chelsea selur hann ekki í sumar þá getur hann farið frítt næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. 20. júní 2023 18:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Vísir greindi nýverið frá umræðunni í kringum Sádi-Arabíu og Chelsea en sem stendur virðist það vinsælasti áfangastaður þeirra leikmanna sem félagið vill losna við. Aðrir eru svo á leiðinni til Arsenal, Manchester City og Inter Mílanó. Það er vitað að Chelsea þurfti að losa leikmenn fyrir 30. júní til að lenda ekki í vandræðum með reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslega háttvísi (FFP). Það kom samt sem áður á óvart að sjá félagið losa jafn marga leikmenn og raun ber vitni. Að því sögðu þá virðist ákveðin hugmyndafræði að baki ákvörðun félagsins. Eftir að sjá leikmenn svo gott sem leggja árar í bát á síðustu leiktíð þá var vitað að það þyrfti að taka til og sparka í rassinn á mönnum. Mauricio Pochettino var ráðinn til félagsins í þeirri von um að hann geti lyft félaginu á þann stall sem það vill vera. Pochettino mun stýra Chelsea á næstu leiktíð.David Ramos/Getty Images Eftir að hafa þurft að glíma við þreyttur ofurstjörnur í París þá vill Pochettino fara aftur í þau gildi sem gerðu hann að einum mest spennandi stjóra Evrópu þegar hann var með Southampton og síðar Tottenham Hotspur. Pochettino vill ungan, hungraðan og drifinn leikmannahóp. Þeir leikmenn sem Chelsea er að losa eru að undanskildum Kai Havertz allir nær þrítugu en tvítugu ásamt því að þeir eru allir á himináum launum. Segja má að núverandi hugmyndafræði hafi byrjað í janúar á þessu ári þegar hinn 31 árs gamli Jorginho var seldur til Arsenal. Þeirri hugmyndafræði hefur verið fylgt eftir í sumar með því að selja Mateo Kovačić (29 ára) og leyfa bæði N‘Golo Kante (32 ára) ásamt fyrirliðanum César Azpilicueta (33 ára) að fara frítt. Hakim Ziyech (30 ára), Édouard Mendy (31 árs) og Kalidou Koulibaly (32 ára) eru allir á leið frá félaginu ásamt því að Romelu Lukaku (30 ára) og Pierre-Emerick Aubameyang (34 ára) eiga ekki mikla framtíð fyrir sér. Hvað Havertz – sem er á leið til Arsenal - varðar þá er hann talinn vera með 300 þúsund pund (52 milljónir íslenskra króna) í vikulaun og því til sölu fyrir rétt verð. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic (24 ára) er einnig á himinháum launum ásamt því að hafa ekki staðið undir væntingum svo hann er sömuleiðis til sölu. Chelsea are doing some good transfer business and should be acknowledged for it.Here's why... @SJohnsonSport https://t.co/brkxkPN559— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 25, 2023 Markmið Chelsea er sum sé að byggja liðið upp á ungum leikmönnum sem vilja enn sanna sig. Í grein The Athletic um málið eru þeir Enzo Fernández og Mykhailo Mudryk nefndir til sögunnar en þó þeir hafi kostað drjúgan skilding eru þeir aðeins með einn þriðja af vikulaunum Havertz. Þetta útskýrir einnig af hverju félagið hefur ekki samþykkt tilboð Manchester United í Mason Mount en sá er aðeins 24 ára gamall og ekki á sama samning og Havertz. Það breytir því ekki að ef Chelsea selur hann ekki í sumar þá getur hann farið frítt næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. 20. júní 2023 18:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. 20. júní 2023 18:30