Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:31 Vísir/Daníel Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL. Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Sjá meira
Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Sjá meira