Sá markahæsti um áhuga frá Belgíu: „Myndi ekki hoppa á hvað sem er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 09:31 Stefán Ingi Sigurðarson fagnar öðru af mörkum sínum gegn HK. Þau dugðu ekki til sigurs. Vísir/Anton Brink Stefán Ingi skoraði bæði mörk Breiðabliks í 5-2 tapi gegn HK á föstudag. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk um þessar mundir og hefur vakið athygli erlendis. Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira