Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 14:31 Eftir að hafa eytt miklu í leikmann á borð við Mykhailo Mudryk og Enzo Fernandez [til vinstri] þarf félagið að selja leikmenn á borð við Kai Havertz [til hægri]. Skiptir engu hvort það er til Arsenal eða Sádi-Arabíu. Ryan Pierse/Getty Images Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira