Gagnrýndur eftir að leikmaður fór úr brúðkaupsferð en fékk ekkert að spila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 16:30 Boubacar Kamara hélt að hann væri að fara spila fjórða A-landsleikinn sinn en annað kom á daginn. Catherine Steenkeste/Getty Images Boubacar Kamara, miðjumaður Aston Villa, var kallaður inn í franska landsliðið í knattspyrnu fyrir nýafstaðið landsliðsverkefni. Kamara spilaði hins vegar núll mínútur sem hlýtur að teljast svekkjandi þar sem hann var í miðri brúðkaupsferð. Hinn 23 ára gamli Kamara hafði nýverið gifst Coralie Porrovecchio og voru þau saman að njóta hveitibrauðsdaganna. Miðjumaðurinn var hins vegar óvænt kallaður inn í landsliðshóp Frakklands vegna meiðsla Adrien Rabiot. Kamara á að baki 3 A-landsleiki og hefur ef til vill hugsað með sér að sá fjórði væri handan við hornið þar sem Frakkland mætti Gíbraltar í fyrri leiknum og Grikklandi í þeim síðari. Það reyndist ekki raunin þar sem hann sat á bekknum frá upphafi til enda í báðum leikjum. Frakkland gerði það sem það þurfti til að vinna leikina en ekki mikið meira en það. 3-0 útisigur á Gíbraltar og 1-0 heimasigur á Grikklandi niðurstaðan. Aston Villa midfielder, Boubacar Kamara was called up to the France squad during his honeymoon to replace the injured Adrien Rabiot. He didn't play a single minute... pic.twitter.com/i5rLfTmaFZ— talkSPORT (@talkSPORT) June 20, 2023 Porrovecchio birti færslur á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði að fríið hefði endað þegar eiginmaðurinn var valinn í landsliðið. Þá sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlægja eða gráta. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að skemma brúðkaupsferð Kamara. Kamara var að ljúka sínu fyrsta tímabili á Englandi. Hann spilaði 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hjálpaði Aston Villa að enda í 7. sæti sem þýðir að liðið spilar í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Kamara hafði nýverið gifst Coralie Porrovecchio og voru þau saman að njóta hveitibrauðsdaganna. Miðjumaðurinn var hins vegar óvænt kallaður inn í landsliðshóp Frakklands vegna meiðsla Adrien Rabiot. Kamara á að baki 3 A-landsleiki og hefur ef til vill hugsað með sér að sá fjórði væri handan við hornið þar sem Frakkland mætti Gíbraltar í fyrri leiknum og Grikklandi í þeim síðari. Það reyndist ekki raunin þar sem hann sat á bekknum frá upphafi til enda í báðum leikjum. Frakkland gerði það sem það þurfti til að vinna leikina en ekki mikið meira en það. 3-0 útisigur á Gíbraltar og 1-0 heimasigur á Grikklandi niðurstaðan. Aston Villa midfielder, Boubacar Kamara was called up to the France squad during his honeymoon to replace the injured Adrien Rabiot. He didn't play a single minute... pic.twitter.com/i5rLfTmaFZ— talkSPORT (@talkSPORT) June 20, 2023 Porrovecchio birti færslur á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði að fríið hefði endað þegar eiginmaðurinn var valinn í landsliðið. Þá sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlægja eða gráta. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að skemma brúðkaupsferð Kamara. Kamara var að ljúka sínu fyrsta tímabili á Englandi. Hann spilaði 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hjálpaði Aston Villa að enda í 7. sæti sem þýðir að liðið spilar í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira