Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 19:15 „Búið er að finna lausn á málinu innan ráðuneytisins og mun Már því ekki þurfa að bera fyrrgreindan kostnað vegna hundsins.“ Svo hljóðaði tilkynning sem barst frá Matvælaráðuneytinu síðdegis. Vísir/Steingrímur Dúi Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi
Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira