Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júní 2023 12:41 Öryrkjabandalagið lýsti því sem miklu réttlætismáli þegar Erling vann mál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. ÖBÍ/Alda Lóa Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira