Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júní 2023 13:00 Ögmundur Jónasson segir aukið aðgengi að áfengi ekki í takt við samþykkta lýðheilsustefnu og vill aukna umræðu á bæði þingi og í þjóðfélaginu um aðgengi að því. Vísir/Stöð 2 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. Nýverið fór Costco að selja viðskiptavinum sínum áfengi og það einnig á sunnudögum, sem hingað til hefur ekki verið heimilt. Framkvæmdastjóri Hagkaups tilkynnti svo í vikunni að verslunin vinni að því að koma áfengu í netverslun sína á næstu misserum. Í áfengislögum segir skýrt að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkaleyfi til smásölu áfengis en þrátt fyrir það hefur sala áfengis á netinu farið fram síðastliðið ár en Heimkaup reið á vaðið í netsölu áfengis í fyrra. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segir aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref „Þetta snýst um það hvert Íslendingar vilja stefna með þessi mál. Í mínum huga er verið að stíga skref afturábak. Þetta er ekki framfaraskref sem menn eru að stíga,“ segir Ögmundur og vísar þar til skoðana Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, læknasamfélagsins og annarra sem hafa hvatt Íslendinga til að halda í það fyrirkomulag sem fyrir er. Sem snýst um að virkja ekki markaðsöflin þegar áfengi er annars vegar. „Þess vegna er salan og dreifing í höndum ÁTVR,“ segir Ögmundur og að með því að selja áfengi á netinu sé verið að fara inn bakdyramegin. Ögmundur bendir á að þegar Costco kom til landsins hafi það verið skilyrði að lögum um áfengisverslun yrði breytt og með þessu séu þau í raun að fá sínu framgengt. „Mér finnst þetta mál þurfa að fá umræðu í þinginu og þjóðfélaginu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar,“ segir Ögmundur og heldur áfra: „Fram til þessa hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð þar sem ég var þingmaður verið þessu algerlega andvíg, og innan annarra flokka hefur verið andstaða líka. Þetta er ekki flokkspólitískt mál í þeim skilningi þó að línurnar hafi legið á mismunandi vegi. Þetta er þverpólitískt mál,“ segir Ögmundur og að það þurfi að horfa vítt í þessu máli. Til hagsmunaaðila og áfengisvandans. „Það kemur mér á óvart að Alþingi skuli vera svo andvaralaust í þessu máli,“ segir Ögmundur og að það sé ekki í samræmi við þá lýðheilsustefnu sem var samþykkt á Alþingi. „Ef að menn ætla að láta þetta yfir sig ganga þá eiga þeir að koma hreint fram og breyta lýðheilsustefnunni líka. Spurður hvort að það sé ekkert jákvætt við þetta, þegar til dæmis, búist er við að met verði slegin í komu ferðamanna segir Ögmundur að hann hafi ávallt verið fylgjandi þá slóð með dreifingunni eins og hún er og að það sé tryggð góð þjónusta og gott úrval vandaðra vína og að ÁTVR hafi gert það vel. Að það sé gott aðgengi en að það sé gert án þess að virkja markaðsöflin. „Án þess að virkja markaðsöflin. Það er það sem breytist þegar þú ert komin með þetta út á markað og inn í búðirnar. Til aðila sem hafa fyrst og fremst gróðann að leiðarljósi. Þá verður breyting.“ Neytendur Áfengi og tóbak Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli „Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli. 17. janúar 2022 07:22 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Nýverið fór Costco að selja viðskiptavinum sínum áfengi og það einnig á sunnudögum, sem hingað til hefur ekki verið heimilt. Framkvæmdastjóri Hagkaups tilkynnti svo í vikunni að verslunin vinni að því að koma áfengu í netverslun sína á næstu misserum. Í áfengislögum segir skýrt að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkaleyfi til smásölu áfengis en þrátt fyrir það hefur sala áfengis á netinu farið fram síðastliðið ár en Heimkaup reið á vaðið í netsölu áfengis í fyrra. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segir aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref „Þetta snýst um það hvert Íslendingar vilja stefna með þessi mál. Í mínum huga er verið að stíga skref afturábak. Þetta er ekki framfaraskref sem menn eru að stíga,“ segir Ögmundur og vísar þar til skoðana Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, læknasamfélagsins og annarra sem hafa hvatt Íslendinga til að halda í það fyrirkomulag sem fyrir er. Sem snýst um að virkja ekki markaðsöflin þegar áfengi er annars vegar. „Þess vegna er salan og dreifing í höndum ÁTVR,“ segir Ögmundur og að með því að selja áfengi á netinu sé verið að fara inn bakdyramegin. Ögmundur bendir á að þegar Costco kom til landsins hafi það verið skilyrði að lögum um áfengisverslun yrði breytt og með þessu séu þau í raun að fá sínu framgengt. „Mér finnst þetta mál þurfa að fá umræðu í þinginu og þjóðfélaginu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar,“ segir Ögmundur og heldur áfra: „Fram til þessa hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð þar sem ég var þingmaður verið þessu algerlega andvíg, og innan annarra flokka hefur verið andstaða líka. Þetta er ekki flokkspólitískt mál í þeim skilningi þó að línurnar hafi legið á mismunandi vegi. Þetta er þverpólitískt mál,“ segir Ögmundur og að það þurfi að horfa vítt í þessu máli. Til hagsmunaaðila og áfengisvandans. „Það kemur mér á óvart að Alþingi skuli vera svo andvaralaust í þessu máli,“ segir Ögmundur og að það sé ekki í samræmi við þá lýðheilsustefnu sem var samþykkt á Alþingi. „Ef að menn ætla að láta þetta yfir sig ganga þá eiga þeir að koma hreint fram og breyta lýðheilsustefnunni líka. Spurður hvort að það sé ekkert jákvætt við þetta, þegar til dæmis, búist er við að met verði slegin í komu ferðamanna segir Ögmundur að hann hafi ávallt verið fylgjandi þá slóð með dreifingunni eins og hún er og að það sé tryggð góð þjónusta og gott úrval vandaðra vína og að ÁTVR hafi gert það vel. Að það sé gott aðgengi en að það sé gert án þess að virkja markaðsöflin. „Án þess að virkja markaðsöflin. Það er það sem breytist þegar þú ert komin með þetta út á markað og inn í búðirnar. Til aðila sem hafa fyrst og fremst gróðann að leiðarljósi. Þá verður breyting.“
Neytendur Áfengi og tóbak Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli „Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli. 17. janúar 2022 07:22 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02
Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli „Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli. 17. janúar 2022 07:22