Orkan úr Hvammsvirkjun fari ekki í rafmyntagröft Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 14:41 Hörður segir stefnu Landsvirkjunar skýra þegar kemur að rafmyntagreftri. Egill Aðalsteinsson Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei verði byggð virkjun fyrir rafmyntagröft. Rafmyntafyrirtæki hafi aðeins fengið afgangsorku og engin ný séu að koma inn á markaðinn. „Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli. Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli.
Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59