Ferðaþjónustan og stöðugleikinn Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 13. júní 2023 09:00 Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál ASÍ Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun