Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 12:02 Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af því ef einhverjum er seld vara og það skili sér síðan ekki. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi. Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi.
Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira