Nyrsta sjúkraflug sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 13:35 Frá flugvellinum í Longyearbyen á Svalbarða. Getty/Steffen Trumpf Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum. Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023 Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023
Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira