Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2023 23:01 Dreymir um að spila handbolta á nýjan leik. Vísir/Hulda Margrét Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV. Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira
Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV.
Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira