Telur tilefni til að ítreka tíu af ellefu úrbótatillögum frá 2018 Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 14:53 Eftuirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda er sagt yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið og eftir atvikum Fiskistofa hafa ekki brugðist með viðunandi hætti við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2018 varðandi eftirlit stofnunarinnar með vigtun sjávarafla, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“ Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira