Rúnar Páll: Fannst við rændir þessum sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júní 2023 22:00 Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Fylkir gerði 3-3 jafntefli í hádramatískum leik við KR fyrr í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var mjög ósáttur í leikslok. „Mér fannst við rændir þessum sigri, við vorum klaufar að reyna að spila eitthvað úti í horninu og svo skora þeir þetta handboltamark.“ Handboltamarkið sem Rúnar talar um er jöfnunarmark KR eftir að Fylki tókst að komast 3-2 yfir. Markið skoraði Theodór Elmar Bjarnason en það var vafaatriði hvort boltinn hefði farið í hausinn eða höndina á honum. Í endursýningum eftir leik mátti þó sjá að boltinn fór í andlit Theodórs Elmars. „Mér fannst það frekar dapurt, annað skipti sem við töpum á einhverju handboltadæmi hérna í sumar. Það er bara eins og það er, ég er fúll yfir því en mér fannst KR-ingar samt taka yfir leikinn eftir að við komumst yfir 3-2.“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á að herja á mark hvors annars. Fylkir komst snemma yfir en fundu sig svo 2-1 undir aðeins nokkrum mínútum síðar. Þeir náðu að setja jöfnunarmark fyrir hálfleik, komu svo af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og komust aftur yfir. „KR byrjar leikinn betur en við, fyrstu tuttugu mínúturnar, síðan tókum við algjörlega yfir síðustu 20-25 mínútur í fyrri hálfleik. Komumst svo sanngjarnt yfir og vorum bara hrikalega öflugir, en síðan þegar við skorum [þriðja markið] þá tók KR bara aftur yfir og jöfnuðu þennan leik.“ En hvað hefði Fylkir getað gert betur í þessum leik til að sækja sigurinn? „Bara halda áfram þessari frábæru pressu sem við vorum með í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst yfir og ekki hörfa, halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel. Við bökkuðum ósjálfrátt, þrátt fyrir köll inn á völlinn að halda áfram pressunni, þetta gerist oft með lið og ég hef svosem litlar skýringar á því,“ svaraði Rúnar. Besta deild karla Fylkir KR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Mér fannst við rændir þessum sigri, við vorum klaufar að reyna að spila eitthvað úti í horninu og svo skora þeir þetta handboltamark.“ Handboltamarkið sem Rúnar talar um er jöfnunarmark KR eftir að Fylki tókst að komast 3-2 yfir. Markið skoraði Theodór Elmar Bjarnason en það var vafaatriði hvort boltinn hefði farið í hausinn eða höndina á honum. Í endursýningum eftir leik mátti þó sjá að boltinn fór í andlit Theodórs Elmars. „Mér fannst það frekar dapurt, annað skipti sem við töpum á einhverju handboltadæmi hérna í sumar. Það er bara eins og það er, ég er fúll yfir því en mér fannst KR-ingar samt taka yfir leikinn eftir að við komumst yfir 3-2.“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á að herja á mark hvors annars. Fylkir komst snemma yfir en fundu sig svo 2-1 undir aðeins nokkrum mínútum síðar. Þeir náðu að setja jöfnunarmark fyrir hálfleik, komu svo af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og komust aftur yfir. „KR byrjar leikinn betur en við, fyrstu tuttugu mínúturnar, síðan tókum við algjörlega yfir síðustu 20-25 mínútur í fyrri hálfleik. Komumst svo sanngjarnt yfir og vorum bara hrikalega öflugir, en síðan þegar við skorum [þriðja markið] þá tók KR bara aftur yfir og jöfnuðu þennan leik.“ En hvað hefði Fylkir getað gert betur í þessum leik til að sækja sigurinn? „Bara halda áfram þessari frábæru pressu sem við vorum með í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst yfir og ekki hörfa, halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel. Við bökkuðum ósjálfrátt, þrátt fyrir köll inn á völlinn að halda áfram pressunni, þetta gerist oft með lið og ég hef svosem litlar skýringar á því,“ svaraði Rúnar.
Besta deild karla Fylkir KR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira