Júníspá Siggu Kling: Himintunglin hagstæð hjá Steingeitinni Sigga Kling skrifar 2. júní 2023 06:00 Elsku Steingeitin mín, það er í eðli þínu að halda alltaf áfram sama hvað og það er það eina sem skiptir máli til að ná á áfangastað. Þó að þú eigir það til eitt augnablik að missa trúna á sjálfa þig og lífið, þá er það bara augnablik. Það er svo margt sem þú þarft að dröslast áfram með en þú þarft að vita í öllu þessu að þú ert ekki Guð. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Sumt þarftu bara að láta Almættið um og loka úr huga þínum, og akkúrat þannig leysist úr þeim hluta af lífi þínu sem að þú finnur ekki aflið til þess að klára. Bara eitt í einu, þegar þú hugsar það þá verður þessi farvegur svo miklu léttari. Júlí gefur þér svo sterka sýn á lífið og þær brautir sem beinast að þér, svo það kemur tími í þessum mánuði þar sem þér finnst þú vera alveg blind á útkomuna sem þú vilt sjá. Vertu róleg fyrstu fimmtán dagana í júní og það er gott fyrir þig að nota þá möntru að segja „lífið mun leysa þetta“, helst á hverjum degi. Það er viss galdur fólginn í þessari setningu og það mun leysast sem erfitt er, og mundu að þú ræður því hvort þú hafir áhyggjur af því eða ekki, því það er valkostur. Himintunglin eru þér hagstæð í sambandi við velferð og fjárhagslega útkomu og ef þú ert í sambandi þá er ástin í raun og veru sönn vinátta, ekki eins og eldgos, fiðrildi í maganum eða stórkostleg spenna. Og þegar þú veist þetta, þá ertu í góðum málum. Hinir sem eru að skoða og langar í ástina verða að vera tilbúnir til þess að opna fyrir annars konar týpur en þeir eru búnir að vera að eltast við, þeir þurfa að gefa öðrum tækifæri til að sanna sig. Ungar Steingeitur finna ástina í sumar, ef þær eru sannarlega tilbúnar. Ef þú ert fullþroskuð og eldri en tvívetra, þá er komin mikil stífni í að sleppa tökunum á sjálfri þér í ástina. Því það er ekki hægt að segja einn daginn ég er tilbúin í maka og hinn daginn vil ég það alls ekki, þetta gengur ekki. En það yrðu allir heppnir ef þú myndir bjóða þeim inn í þitt líf. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Sumt þarftu bara að láta Almættið um og loka úr huga þínum, og akkúrat þannig leysist úr þeim hluta af lífi þínu sem að þú finnur ekki aflið til þess að klára. Bara eitt í einu, þegar þú hugsar það þá verður þessi farvegur svo miklu léttari. Júlí gefur þér svo sterka sýn á lífið og þær brautir sem beinast að þér, svo það kemur tími í þessum mánuði þar sem þér finnst þú vera alveg blind á útkomuna sem þú vilt sjá. Vertu róleg fyrstu fimmtán dagana í júní og það er gott fyrir þig að nota þá möntru að segja „lífið mun leysa þetta“, helst á hverjum degi. Það er viss galdur fólginn í þessari setningu og það mun leysast sem erfitt er, og mundu að þú ræður því hvort þú hafir áhyggjur af því eða ekki, því það er valkostur. Himintunglin eru þér hagstæð í sambandi við velferð og fjárhagslega útkomu og ef þú ert í sambandi þá er ástin í raun og veru sönn vinátta, ekki eins og eldgos, fiðrildi í maganum eða stórkostleg spenna. Og þegar þú veist þetta, þá ertu í góðum málum. Hinir sem eru að skoða og langar í ástina verða að vera tilbúnir til þess að opna fyrir annars konar týpur en þeir eru búnir að vera að eltast við, þeir þurfa að gefa öðrum tækifæri til að sanna sig. Ungar Steingeitur finna ástina í sumar, ef þær eru sannarlega tilbúnar. Ef þú ert fullþroskuð og eldri en tvívetra, þá er komin mikil stífni í að sleppa tökunum á sjálfri þér í ástina. Því það er ekki hægt að segja einn daginn ég er tilbúin í maka og hinn daginn vil ég það alls ekki, þetta gengur ekki. En það yrðu allir heppnir ef þú myndir bjóða þeim inn í þitt líf. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira