Arnar Grétarsson: Við setjum þetta aftur upp í mót Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2023 22:01 Arnar var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok eftir sigur síns liðs gegn Víkingum. Valsmenn átt erfiða leiki undanfarið og tókst nú að vera fyrsta liðið til þess að stoppa sigurgöngu Víkinga. “Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
“Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira