Luton Town í ensku úrvalsdeildina eftir sigur í vító Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 18:50 Jordan Clark fagnar marki sínu fyrir Luton í dag Vísir/Getty Luton Town tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri á Coventry City í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023 Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira