Luton Town í ensku úrvalsdeildina eftir sigur í vító Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 18:50 Jordan Clark fagnar marki sínu fyrir Luton í dag Vísir/Getty Luton Town tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri á Coventry City í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023 Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira