Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2023 20:00 Sigga Beinteins, Raggi „Turner“ og Bryndís Ásmundsdóttir eru stóraðdáendur rokkdrottningarinnar. Vísir/Getty Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner. Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum. Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum.
Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39
Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23
Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38